í þættinum Undralandið sem er á dagskrá á FM Trölla á milli kl 10:00-14:00 í dag verður Andri Hrannar í gjafastuði ásamt nuddstofunni Costa Verde.

Til að komast í pottinn þarf að læka undir myndina á facebook síðu Andra: Hér

Eða á facebooksíðu Costa Verde: Hér

Föstudaginn 14. júní verður dregið úr kvittuðum nöfnum og tveir heppnir hlustendur fá 60 mín. nudd!

Þátturinn Undralandið er sendur út beint frá Ítalíu, þar sem Undralandsstjórinn, Andri Hrannar er búsettur um þessar mundir.

Vegna tímamismunar ver þátturinn frá kl. 10 – 14 að íslenskum tíma, alla virka daga, lengri en áður, en með hádegishléi fyrir fréttir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is