Lífið er yndislegt þrátt fyrir allt og allt. Nú þegar bara 4 dagar ársins 2021 eru eftir og Covid fréttir umlykja allt ætlum við þáttastjórnendur að einblína á hvað lífið er í raun yndislegt með því að spila lög sem undirstrikar það.

Eitthvað verður líka spilað af öðrum, svona hefðbundnum lögum, óskalögum sem og jólalögum.

Þess fyrir utan verður hægt að biðja um óskalög, bæði með því að senda okkur skilaboð og með því að hringja inn í þáttinn. Síminn er 5800 580 og við munum svara eftir bestu getu.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla eða á þriðjudögum kl. 17:00 til 19:00.
FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum www.trolli.is Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is