Á næstu dögum mun fara fram talning á sorptunnum í þéttbýli Skagafjarðar og má búast við heimsókn vegna þessa.
Sveitarfélagið hefur fengið Björgunarsveitina Skagfirðingasveit til liðs við sig við að telja tunnur á Sauðárkróki á þriðjudag (3. október) og starfsmenn á vegum sveitarfélagsins munu sjá um talninguna á Hofsósi, Hólum og í Varmahlíð seinna í vikunni.
Engum þarf því að bregða þó það sjáist til björgunarsveitarfólks og starfsfólks á vegum sveitarfélagsins við sorptunnur heimilisins.