Texas Sheet Cake

  • 1 bolli mjólk
  • 1 bolli smjör, skorið í teninga
  • 2 bollar hveiti
  • 2 bollar sykur
  • 2 egg
  • ½ bolli sýrður rjómi
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk lyftiduft
  • ¼ tsk matarsódi
  • 1 tsk möndludropar (ef þú ert ekki hrifin af þeim getur þú skipt þeim út fyrir vanilludropa)

Krem

  • 1 bolli sykur
  • ½ bolli kakó
  • ½ bolli mjólk
  • 4 msk smjör
  • 2 msk sýróp
  • 4 bollar flórsykur
  • 2 tsk vanilludropar

Hitið ofninn í 190°og smyrjið kökuform í stærðinni 38 x 25 cm.

Setjið mjólk í pott og hitið við miðlungsháan hita þar til mjólkin er komin að suðu. Bætð smjöri í teningum út í og hrærið í þar til smjörið hefur bráðnað. Takið af hitanum og leggið til hliðar.

Setjið hveiti, sykur og egg í stóra skál og hrærið saman. Hellið heitri mjólkurblöndunni varlega saman við í mjórri bunu og hrærið í deiginu á meðan. Hrærið áfram þar til deigið er kekkjalaust. Hrærið sýrðum rjóma, salti, lyftidufti, möndludropum og matarsóda saman við.

Setjið deigið í kökuformið og jafnið úr því. Bakið í miðjum ofni í 18-22 mínútur. Byrjið strax á kreminu því það er sett yfir kökuna um leið og hún kemur úr ofninum.

Krem: Setjið sykur og kakó í pott og hrærið saman. Setjið pottin yfir miðlungshita og bætið mjólk, smjöri og sýrópi út í. Hrærið í pottinum þar til smjörið er bráðnað og öll hráefnin hafa blandast vel saman. Takið pottinn af hitanum og hrærið sigtuðum flórsykri saman við, einum bolla í einu. Að lokum er vanilludropum hrært í kremið.

Þegar kakan er tilbúin er hún tekin úr ofninum og kreminu hellt strax yfir hana. Látið kökuna kólna og kremið stífna áður en kakan er borin fram.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit