Ánægjuleg viðbót var á Síldarævintýrinu á Siglufirði þegar þyrla landhelgisgæslunnar flaug yfir Siglufjörð og sýndi björgun af landi.
Sýningin varr nyrst á Norðurtanga framan við Síldarminjasafnið.
Landhelgisgæslan og áhafnarmeðlimir á TF-GRO og björgunarsveitin Strákar tóku þátt í verkefninu.
Andri Hrannar Einarsson tók þetta skemmtilega myndband af þyrlunni þegar hún flaug og var að athafna sig á Siglufirði.
Hér koma myndir af facebooksíðu Síldarævintýrisins.
Myndband/Andri Hrannar Einarsson
Myndir/Síldarævintýrið