Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Sports Direct vegna innköllunar á barnaköfunarbúnaði.

Búnaðurinn heitir Gul Tetra 10 – Children’s mask & snorkel með vörunúmerinu 882001.

Köfunarbúnaðurinn sem verið er að innkallaða var framleiddur í október 2018 og seldur í Sport Direct á Íslandi fyrripart árs 2019. Samkvæmt tilkynningunni kemur fram að varan sé prófuð og eigi að standast öryggiskröfur en eftir að ábending um að barn hafi átt erfitt með öndun við notkun á búnaðnum var ákveðið að innkalla vöruna.

Hægt er að skila Gul Tetra 10 – Children’s mask & snorkel búnaðnum í verslun Sport Direct á Íslandi.