Tónlistarkonurnar Diljá og VALDÍS senda frá sér lagið “Það kemur aftur vetur”.
Lagið er fallegt og einlægt með draumkenndum hljóðheim. Lagið setur þig inn í órofa tímans, með hringrás árstíðanna þar sem veturinn kemur með myrkur og kulda. Þannig verður hann myndlíking fyrir kvíða og þyngsli sem herja á marga aftur og aftur. Miðnætur sólin á að minna okkur á að njóta fögru augnablikanna og líðandi stundar.
Boðskapur lagsins á þannig vel við í gulum september; með áherslum um mikilvægi geðræktar með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi.
Lagið varð til í lagahöfundabúðunum Airsongs, sem voru haldnar á vegum Iceland Sync, þar sem listamenn, lagahöfundar og pródúserar komu saman til að semja nýja tónlist.
Valdís og Diljá sömdu lagið ásamt Halldóri Gunnari sem einnig pródúseraði lagið.
Lagið er komið út á öllum helstu streymisveitum.