Rúnar Eff var að senda frá sér nýtt lag: “Thank god for you”.

“Lagið er í rólegri kantinum en með léttri köntry stemmningu”, segir Rúnar í skeyti til Trölla.

Lag og texti er eftir hann sjálfan, og um hljóðfæraleik sjá eintómir snillingar.

Rúnar fékk meðal annars Milo Deering til að spila steel guitar og fiðlu, en Milo er búinn að túra og spila inn á plötur hjá mörgum risa nöfnum í country heiminum, t.d. The Eagles, LeeAnn Rimes, Eli Young Band, Madonna og Don Henley.

Hljóðfæraskipan:
Söngur & raddir – Rúnar Eff
Kassagítar – Vignir Snær Vigfússon 
Steel guitar & Fiðla – Milo Deering 
Rafgítar – Hallgrímur Jónas Ómarsson 
Trommur – Valgarður Óli Ómarsson
Bassi – Stefán Gunnarsson 
Píanó & Orgel – Guðjón Jónsson 

Lagið verður leikið á FM Trölla í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá í dag og alla aðra sunnudaga kl 13 – 15.

Facebook síða Rúnars.