Ert þú til fyrirmyndar? Þarf nágranninn nokkuð að þrífa upp eftir þinn hund?
Mikið hefur borið á kvörtunum til sveitarfélagsins vegna lausagöngu hunda upp á síðkastið, sérstaklega í Varmahlíð og á Hofsósi.
Hundaeigendur eru vinsamlegast minntir á að lausaganga hunda í þéttbýli Skagafjarðar er með öllu óheimil. Þetta á við alla daga, allt árið.
Óheimilt er með öllu að láta hunda ganga lausa innan marka þéttbýlis nema nytjahunda þegar þeir eru að störfum og í gæslu eiganda eða umráðamanns. Hundar skulu að öðru leyti ávallt vera í taumi utanhúss og í fylgd manneskju sem hefur fullt vald yfir þeim. Eiganda eða umráðamanni hunds er alltaf skylt að fjarlægja saur eftir hundinn.
Hundahald í þéttbýli er leyfisskylt og um það gilda reglur, sem hundaeigendur eiga að kynna sér.
HÉR MÁ SJÁ SAMÞYKKT UM HUNDA- OG KATTAHALD Í SKAGAFIRÐI