Áætlað er að tök­ur á nýrri sjón­varpsþáttaröð, Flóðinu fari fram í Fjallabyggð dag­ana 18. mars til 15. apríl á Sigluf­irði og í Ólafs­firði.

Aug­lýst hefur verið eft­ir leik­ur­um og auka­leik­ur­um á íbú­asíðum á svæðinu.

Fram­leiðandi serí­unn­ar er Guðgeir Arn­gríms­son, Klaus Zimmer­mann kem­ur einnig að fram­eiðslunni.

Leik­stjóri þátt­anna er Þórður Páls­son, handritshöfundar eru þau Ótt­ar Norðfjörð, Mar­grét Örn­ólfs­dótt­ir og Þórður Pálsson leikstjóri. Aðal­hlut­verk verður í hönd­um leikkonunnar El­ín­ar Hall.