Áætlað er að tökur á nýrri sjónvarpsþáttaröð, Flóðinu fari fram í Fjallabyggð dagana 18. mars til 15. apríl á Siglufirði og í Ólafsfirði.
Auglýst hefur verið eftir leikurum og aukaleikurum á íbúasíðum á svæðinu.
Framleiðandi seríunnar er Guðgeir Arngrímsson, Klaus Zimmermann kemur einnig að frameiðslunni.
Leikstjóri þáttanna er Þórður Pálsson, handritshöfundar eru þau Óttar Norðfjörð, Margrét Örnólfsdóttir og Þórður Pálsson leikstjóri. Aðalhlutverk verður í höndum leikkonunnar Elínar Hall.
