Ert þú kona búsett í Húnaþingi vestra en fædd og uppalin erlendis? Ef svarið er já þá viljum við endilega fá þig með í ljósmyndaverkefni sem verður svo að stórkostlegri ljósmyndasýningu sem opnar á Unglist – Eldi í Húnaþingi sumarið 2023, segir í aðsendri fréttatilkynningu frá Gretu Clough.
Sveitarfélagið Húnaþing vesta er í samstarfi við Gretu Clough og listamanninn Juanjo Ivaldi Zaldívar. Með samstarfi þessara þriggja aðila er ætlunin að gera ljósmyndasýningu og vonandi bók um konur af erlendum uppruna sem búsettar eru í Húnaþingi vestra. Myndirnar munu sýna á heiðarlegan og fallegan hátt uppruna og venjur kvennanna og fagna framlagi þeirra til fjölmenningar hér í Húnaþingi vestra.
Einnig vonumst við til að sýningin og bókin muni opna á umræðuna um stöðu erlendra kvenna á svæðinu og upplifun þeirra á íslensku samfélagi. Markmið okkar er að hitta og ljósmynda allar konur af erlendum uppruna sem búa á svæðinu.
“Við viljum sýna þátttakendur á sínum uppáhalds stað. Þar sem hver mynd mun segja einstaklingssögu sem aðeins ljósmyndir geta kallað fram. Þegar allt er svo sett saman í eina heild með sýningu er ætlunin sú að skýr mynd sé gefin af fjölmenningunni og öllum þeim mannauði sem býr í Húnaþingi vestra og er saman komin alls staðar að úr heiminum.
Áður en ljósmyndunin hefst verður spjallað lítillega við þátttakendur um upplifun þeirra á því að lifa, búa og starfa í Húnaþingi vestra og um líf þeirra áður en þær fluttu hingað og ástæður þess að sú ákvörðun var tekin að flytjast á milli landa.
Okkar stærsta ósk er sú að verkefnið geti svo haldið áfram þar sem næsta sýning mun taka fyrir erlenda karlmenn á svæðinu og að lokum börnin sem ýmist flytjast á svæðið eða eru fyrsta kynslóð erlendra íbúa sem fæðast á svæðinu. Draumurinn: 3 sýningar, 3 bækur sem allar stefna að sama markmiði. Fagna fjölmenningunni, lyfta upp svæðinu okkar og vekja samtal um að það geta allir búið allsstaðar.
Ljósmyndasýningin mun vera partur af Eldur í Húnaþingi árið 2023 og stefnum við á að hefja ljósmyndun og viðtöl í apríl 2023.
Endilega tilkynnið þátttöku eða óskið eftir frekari upplýsingum hjá Gretu Clough á netfanginu handbendi@gmail.com eða hjá Þórunni Ýr Elíasdóttur tengilið Húnaþings vestra á netfangið thorunn.yr@hunathing.is
Hlökkum til að heyra í sem allra flestum, þetta verður FRÁBÆRT.”
Call for participants
Are you a foreign-born woman living in Húnaþing vestra? We would like to include you ina photography exhibition!
Húnaþing vestra is working with Greta Clough and artist Juanjo Ivaldi Zaldívar to create a photography exhibition and book about women of foreign origin in Húnaþing vestra. The portraits will represent an honest portrayal of people of foreign heritage, celebrating the
contribution of women of foreign origin to the community, as well as creating discussions of the position of women of foreign origin living in Húnaþing vestra and their experience of Icelandicsociety. Our aim is to meet with every woman of foreign origin living in the region.
We would like to portray participants in their homes, work places, social clubs, or favourite places. Each image will tell a story of the individual, with subjects photographed accompanied or alone. Displayed together, the photographs present a portrait of Húnaþing vestra as a diverse
municipality, with residents from many parts of the world.
Before being photographed each participant will be interviewed on their experience of living and working in Húnaþing and about their life before they moved here.
Through these interviews, photographic documentation, and exhibition we aim to challenge assumptions and break down institutional and intercommunal barriers as we celebrate the diversity of the region. At a later date, the goal is to expand the project to include an exhibition about male foreign origin residents and children of foreign origin residents who are growing up in Húnaþing – creating three interconnected exhibitions and photo-books.
The exhibition will open as part of Eldur í Húnaþingi, July 2023. nterviews and photo-sessions will be taking place throughout April 2023 by appointment.
If you would like to be included in the exhibition contact Greta Clough or Þórunn Ýr Elíasdóttir.
Forsíðumynd/aðsend