Gestaherbergið opnar upp á gátt í dag eins og venjulega og það eru Helga og Palli sem stjórna þættinum.

Laga- og textahöfundurinn, málarinn og tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson á marga aðdáendur og er mörgum hugleikinn. Því þykir okkur alveg tilvalið að spila slatta af hans lögum og sérstaklega vegna þess að hann verður sjötugur 13. júní næstkomandi.

Hvaða lag langar þig mest til að heyra með Bjartmari? Sendu okkur þína hugmynd á Facebooksíðu Gestaherbergisins og líklega spilum við lagið.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla og trolli.is

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is