Þátturinn Tónlistin verður á dagskrá klukkan 13 í dag á FM Trölla.
Smávægileg breyting verður á þættinum í dag. Fyrir það fyrsta þá verður þátturinn tveggja tíma langur enda um uppgjör ársins 2023 að ræða og því leyfilegt að hafa þáttinn tvöfaldan að lengd miðað við venjulegan þátt.
Í öðru lagi verður eingöngu spiluð notuð tónlist í dag, engin ný lög því um uppgjör er að ræða.
Spilunarlisti dagsins inniheldur þau 33 lög sem hafa fengið mesta spilun á FM Trölla árið 2023.
Nú gætir þú lesandi góður spurt þig: Hvers vegna 33 lög?
Svarið við því er einfalt. Það er sá fjöldi laga sem kemst fyrir, af annars löngum lista stöðvarinnar, innan tæplega tveggja klukkustunda, með kynningum og öllu tilheyrandi.
Missið því ekki af ársuppgjöri FM Trölla í tónlist í dag klukkan 13:00 til 15:00 á FM Trölla og á trölli.is
Palli litli og þátturinn Tónlistin óskar hlustendum sínum gleðilegs árs og þakkar fyrir hlustun á árinu 2023. Kærar þakkir fá þeir listamenn sem hafa sent þættinum og stöðinni nýtt efni sem þeir vilja fá stöðina og þáttinn til að kynna fyrir sig.
FM Trölli næst um allan heim hér á vefnum trolli.is og á FM 103.7 á á Siglufirði, í Ólafsfirði, í Eyjafirði, á Hvammstanga og nágrenni.
Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is