Þátturinn Tónlistin er sendur út úr hljóðveri þrjú í bænum Moss í Noregi.
Ef tími vinnst til, þá koma allir þessir flytjendur fram í dag með ný lög:
Ásdís Aþena Magnúsdóttir
ÞAU og Rakel Björk
ICEGUYS
Jason Isbell
Diamond dragons
Kakali
Nykur
Fortíð
Kvika
Júlli-A
CESSPOOL
DURAN DURAN
Ásdís Aþena er ung og efnilega tónlistarkona á Hvammstanga og var að gefa út sína fyrstu plötu.
Platan heitir Break Apart og inniheldur fjögur lög. Þrjú eftir hana og eitt svo kallað coverlag sem er Running uo that hill eftir Kate Bush, þá í flutningi Ásdísar Aþenu.
Já, og meira að segja gömlu sleggjurnar í DURAN DURAN kíkja í þáttinn með glænýtt lag. Hver hefði trúað því?
Þátturinn er á dagskrá klukkan 13:00 til 14:00 á FM Trölla og á trölli.is
FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com
Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.