Í dag stjórnar Palli litli þættinum Tónlistin á FM Trölla úr hljóðveri III í Noregi og fá hlustendur að heyra nokkur ný íslensk lög.

Einnig verða einhver erlend lög, bæði ný og notuð. Þar á “meðal gamla lag þáttarins” sem er nýr liður í þættinum.

Svona virðist listinn ætla að líta út fyrir þáttinn:

  • Halldór Eldjárn og GDRN
  • Jón Þór Helgason
  • From ashes to new
  • Myrkvi
  • Fjöll
  • Empire of the sun
  • Katie Melua
  • Jason Derulo
  • Stebbi Jak
  • Júlí Heiðar
  • Madonna
  • Saga Matthildur
  • Tha National
  • Tim Scott McConnell
  • Loreen
  • Diljá

Mjög líklegt er að þessi listi haldi sér en þó er það ekki alveg öruggt, því allt getur gerst í beinni útsendingu.

Þátturinn er á dagskrá á sunnudögum frá klukkan 13:00 til 14:00 á FM Trölla og á trölli.is

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is  sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.