Daníel Örn Úlfarsson er ungur tónlistarmaður sem býr í Noregi. Hann var að gefa út plötu með vinkonu sinni Agneta Magerøy Lervik. Saman skipa þau hljómsveitina MAK en það orð er dregið úr norska orðatiltækinu “i ro og mak” sem á íslensku er það sama og við þekkjum “í ró og næði”. Platan þeirra heitir My broken mind. Daníel var svo vinalegur að taka upp kynningar og sendi þættinum þær og við heyrum hann tala um og kynna plötuna og lögin í þættinum í dag.

Annar íslendingur sem býr í Noregi var að senda frá sér nýtt lag. Sá heitir Guðmundur Helgason og kallar sig Mundih á Spotify. Nýja lagið hans heitir Raven og við heyrum það í dag.

Svo verða mörg önnur ný lög spiluð. Þar á meðal Love Guru, kynþokkafyllsta fitubolla í heimi að eigin sögn, með lagið Love Bump 22,
Brek með lagið Litla flugan, hljómsveitin Albatross sem gaf út lagið Brim á sjómannadaginn, sunnudaginn var, og fleiri og fleiri.

Ekki missa af þættinum Tónlistin sem er sendur út á FM Trölla úr stúdíó III í Sandefjord í Noregi á sunnudögum klukkan 15:00 til 16:00

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is