Í dag, gamlársdag, kl. 17:00 verður þátturinn The Storm Stereo Show á dagskrá FM Trölla. Þetta er aukaþáttur sem er tileinkaður áramótum og inniheldur lög fyrir hverja stemmingu dagsins.
Stjórnandi þáttarins er Lydia Christina Athanasopoulou í Studio 8 á Siglufirði.
Lydia hefur margra ára reynslu í þáttagerð og öðrum fjölmiðlastörfum.
Fylgist með The Storm Stereo Show á FM Trölla í dag, gamlársdag, kl. 17 – 18.
FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga og á Hvammstanga og nágrenni.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com
Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.