Í viðtali við Morgunblaðið tjáði Róbert Guðfinnsson að hann sæti uppi með tjóið að hafa treyst fólki sem hann þekkti. Rauðka ehf., í eigu Róberts höfðaði mál gegn Bás ehf. um að munnlegur samningur á milli félagana yrði viðurkenndur. Samningurinn sem gerður var á milli félaganna tveggja hljóðaði upp á að Bás sæti einn og án útboðs að allri jarðvegs og steypuvinnu vegna umfangmikilla framkvæmda við hótel og gólfvöll á Siglufirði. Samningurinn fóls í því að Bás ætlaði þá að flytja starfsemi sína af núverandi athafnasvæði félagsins á Egilstanga. Þar hefur Bás úthlutaða lóð, en hefur jafnframt nýtt sér svæði utan lóðar. Einnig hefur Bás bætt við landfyllingu á sinn kostnað til að stækka athafnasvæði sitt.

Niðurstaða dómsins er á þá leið að röksemdir Rauðku um að samningur félagsins við þáverandi hluthafa Báss, Magnús Jónsson standist ekki þar eð hann hafi verið búinn að selja allt hlutafé sitt og látið af störfum sem framkvæmdarstjóri.

Viðtal Morgunblaðsins við Róbert Guðfinnsson

 

Athafnasvæði Báss

 

Athafnasvæði Báss

 

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Grein: Morgunblaðið
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir