Það kennir ýmissa gasa inni á vísindavefnum, þar á meðal annars þessi spurning.
Hvers vegna er talað um grasekkjur og grasekkla þegar makinn er í burtu?

Orðin grasekkja, grasekkjumaður og grasekkill eru tekin að láni úr dönsku. Þau eru ekki gömul í málinu og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans frá fyrri hluta 20. aldar.Í orðabók Menningarsjóðs (1963, 1983), sem Árni Böðvarsson ritstýrði, eru þau merkt með spurningarmerki sem var til merkis um að þau væru óæskileg í málinu. Í útgáfu Eddu frá 2002 er spurningarmerkið horfið og orðin standa þar athugasemdalaust.Dönsku orðin eru græsenke og græsenkemand og talin komin úr þýsku, Graswitwe og Graswitwer, en algengari í þýsku eru myndirnar Strohwitwe og Strohwitwer.Orðin þekkjast einnig í ensku grass widow og grass widower. Skýringin á tilurð orðanna og merkingu þeirra er talin sú að upphaflega hafi verið átt við stúlku sem gamnað hefði sér úti í náttúrunni (í grasi eða heyi) með pilti sem síðan hefði yfirgefið hana. Merkingin færðist síðar yfir á þá eða þann sem er einn um hríð af því að makinn er fjarverandi.

Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir
Upplýsingar teknar af vef: Vísindavefsins