Þann 17. desember bauð Fríða Gylfadóttir eldri borgurum í Fjallabyggð upp á heitt súkkulaði og konfekt á kaffihúsinu sínu sem heitir Frida Súkkulaðikaffihús fimmta árið í röð.

Eins og sjá má á myndunum gerði Fríða vel við eldri borgara með heitu súkkulaði og girnilegum konfektmolum sem runnu ljúflega niður.

Myndir tók Sveinn Snævar Þorsteinsson.