Hið árlega jólalag Ella Grill er komið út. Það er gert í samstarfi við rapparann Holy Hrafn og pródúsentinn Balatron.
Lagið er komið út á Spotify og öðrum streymisveitum en á næstu dögum er væntanlegt tónlistarmyndband við lagið.

Lagið er komið í spilun á FM Trölla.

Elli Grill hefur komið víða við og er þekktur fyrir einstakan stíl og textagerð.

Árið 2018 kom út platan Pottþétt Elli Grill sem hlaut tilnefningu sem plata ársins í flokknum rapp og hip-hop. Árið eftir tók hann þátt í söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Jeijó, keyrum alla leið eftir Barða Jóhannsson.

Lagið á Spotify

Flytjandi: Elli Grill
Heiti lags: Um jólin
Útgefandi: Alda Music ehf.
Höfundur lags og texta: Elvar Heimisson