Í gær var troðin göngubraut við íþróttahúsið í Ólafsfirði. Hringurinn er stuttur eins og undanfarna vetur en frábær fyrir alla að skella sér á skíði. Æfing verður í dag hjá krökkunum við íþróttahúsið.

Einnig er ætlunin að keyra eitthvað í Bárubraut en þar vantar enn nokkurn snjó og er æskilegt að fara ekki á nýjum skíðum þangað.

Nánari upplýsingar á vefsíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar.

Mynd/Skíðafélag Ólafsfjarðar