Siglfirðingarnir Guðmundur Ragnarsson og Róbert Óttarsson gáfu út á dögunum 5 laga geisladisk “Tíminn flýgur”.

Er það annar diskur þeirra félaga, áður gáfu þeir út geisladiskinn “ORД.

Þeir búa báðir á Sauðárkróki, Guðmundur vinnur hjá Vegagerðinni og Róbert rekur og bakar í Sauðárkróksbakaríi.

Guðmundur samdi öll lögin en textarnir eru frá ýmsum ólíkum aðilum, meðal annars Guðmundi.

Þeir félagar fengu svo Helga Sæmund, son Guðmundar til að útsetja tónlistina, þess má geta að Helgi Sæmundur er annar úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Róbert sagði að það gæfi lögunum svolítið annan blæ.

Einnig fékk Róbert dóttir sína Lindu Þórdísi Barðdal Róbertsdóttur til að hanna kápumynd disksins Tíminn flýgur.

Hægt er að hlusta á þá félaga á Spotify: https://open.spotify.com/artist/6LCfgRmUlIhaGyQ6hrzbgu?si=Bc8QpCRuRW26ny2ozJaTIg

Hægt er að kaupa diskana í Skagfirðingabúð, Hlíðarkaup, Bakaríinu og Gránu á Sauðárkróki og kostar hann 2000 kr.