Þeir Trausti Friðriksson og Valur Smári Þórðarson, sem eru hlustendum FM Trölla að góðu kunnugir sem “Pörupiltar” láta sitt ekki eftir liggja í að styrkja gott málefni fyrir Mottumars.

Nú þegar hafa þeir safnað 32% af 50.000 kr. markmiði sínu.

Aðspurður sagði Valur Smári “Við félagarnir ákváðum eins og svo oft áður að gera eitthvað svona spontaneous að fara út í Mottumars og láta gott af okkur leiða.

Við viljum meina að ef við gerum ekki hlutina sjálfir þá er bara ekkert gert svo já þá var bara að hoppa í djúpu laugina og láta vaða.

Við vorum báðir með alskegg fyrir svo þetta var svo sem ekki stórmál að skella í eins og eina mottu fyrir gott málefni. Upp fóru skeggsnyrtar og já, hinar hræðilegu mottur urðu til.

Við þekkjum flest einhvern sem hefur farið af völdum krabbameins þó að það sé ekki endilega í blöðruhálskirtli. Krabbamein er krabbamein og því betri sem forvarnir eru og eftirlitið því fyrr greinist það, því betra er að meðhöndla það.

Við vildum með þessu leggja okkar litla lóð á þessar stóru vogaskálar sem þessi barátta er”.

Hægt er að fara inn á www.mottumars.is og finna þá undir nafninu Pörupiltar, einnig er hægt að leita eftir númerinu þeirra 1127.

Senda má sms-ið 1127 í síma:
908 1001 til að styrkja um 1000kr
908 1002 til að styrkja um 2000kr
908 1005 til að styrkja um 5000kr

Einnig er hægt að millifæra á Krabbameinsfélagið og setja stuðning á kreditkortið. 

Pörupiltar eru með númerið 1127 í Mottumars

Myndir/aðsendar