Þegar við hlustum á falleg lög með grípandi texta, á t.d. FM Trölli, erum við í rauninni að lesa örsögur með þeim myndum sem birtast í huga okkar við hlustun. Við eigum okkur öll uppáhalds gleðilög, en síðan eru til lög sem við tengjum við sterk tilfinningartímabil í lífi okkar. Eins og t.d. ást, söknuð og ástarsorgir, sum lög viljum við ekki heyra, þau vekja of sterkar tilfinningar.
Lagið „ It Was a Very Good Year“ flutt af Frank Sinatra, sem þessi pistill fjallar um, er að mörgu leiti svolítið öðruvísi uppbyggt en önnur dægurlög. Fjallar um að eldast eins og gott vín og um að kíkja til baka á gömul ástarævintýri sem hefðu kannski getað orðið meira en svo…
Þegar við verður eldri, þá lifum við mikið afturábak, í minningum og eftirsjá.
Örsagan:
Þetta var mjög gott ár…
1 kafli.
🎵
Þegar ég var 17 ára, sem var mjög gott ár. Það var líka mjög gott ár, fyrir sæta smábæjarstelpu, umluktri miðnætursólarbirtu. Við földum okkar ungu ást, í dimmum grænum síldarbrakka, þegar ég var 17.
2. kafli.
🎵
Þegar ég var 21, sem var mjög gott ár. Einnig mjög gott ár, fyrir stórborgarstelpu sem bjó í stigaganginum fyrir ofan mig. Með sitt vellyktandi og síða uppsetta hár. En það var látið falla fallega, fyrir mig, þegar ég var 21.
3 kafli.
🎵
Þegar ég var 35, sem var mjög gott ár og líka mjög gott ár fyrir ríka stelpu með blátt blóð í æðum, sem vissi hvað hún vildi. Við ókum út í nóttina, með einkabílstjóra, í glæsilegum limósíum, þegar ég var 35.
4 kafli.
🎵
En nú, á haustdögum lífs míns, eru dagarnir styttri og ég horfi á líf mitt sem gamalt vín, sem lengi hefur legið í yfirfullu lífsvínsfati. Minningarnar renna samt til mín, tærar og hreinar…
… þetta er mjög gott ár.
Lag og texti er eftir Frank Drake og var fyrst hljóðritað og kom út í túlkun hjá the Kingston Trio árið 1961.
Það náði samt engum verulegum vinsældum, fyrr en að Frank Sinatra, setur það með í D moll, á sína hljómplötu 1965. Með mjúkum tónum frá strengjahljóðfærum, og þarna er loksins sjálfur textinn látin sitja í fyrirrúmi.
1965 varð Frankie Boy fimmtugur og hefst hér seinni hlutinn af hans dægurlagafrægð. Hann fékk síðan Grammy verðlaun fyrir bestu karlasöngrödd ársins, fyrir einmitt túlkun sína og söng í þessu lagi „It was a very good year.“
Sagan segir að lagahöfundinum Drake, hafi alltaf langað til að skrifa lagatexta með samlíkingu lífsins við þroskað gott vín og hann samdi lagið á einum degi. Í huga hans voru minningar og eftirsjá um ástarfund með “showgirl” stelpu sem hét, Edith Vincent Bermaine. Hann giftist henni 20 árum eftir að lagið varð vinsællt og finnst pistlahöfundi þessi staðreynd vera fallegur endir á stuttri örsögu um:
🎵 Þetta var mjög gott ár… 🎶
Höfundur samantektar:
Jón Ólafur Björgvinsson .
Sjá meira söguefni eftir sama höfund hér:
https://trolli.is/author/nonni/
Forsíðu ljósmynd:
Myndin er lánuð og stílfærð frá opnu myndasafni Microsoft Word.
Heimildir:
Vísað er í ýmsar heimildir í greinartexta.