Þjóðlagahátíðin fer fram á Siglufirði dagana 2. til 6. júlí 2025 og býður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem þjóðlagatónlist, dans og menning mætast í einstöku umhverfi norðursins.
Sérstaka athygli vekja ókeypis námskeið sem standa gestum og íbúum til boða fimmtudaginn 3. og föstudaginn 4. júlí. Þar gefst þátttakendum kostur á að læra þjóðlög og dansa frá mismunandi löndum, auk þess sem boðið verður upp á námskeið fyrir börn. Skráning er nauðsynleg og er fjöldi þátttakenda takmarkaður.
Íbúar og gestir í Fjallabyggð eru hvattir til að kynna sér dagskrá hátíðarinnar og njóta þeirrar einstöku menningarupplifunar sem hún býður upp á.
Dagskrá og upplýsingar: siglofestival.com
Skráning í námskeið: Þjóðlagasetrið – sími 664 2300 / thjodlagasetur@gmail.com