Benni Hemm Hemm – 3000

Benni Hemm Hemm gefur út lagið 3000 en samhliða útgáfu lagsins út tónlistarmyndband við lagið. Myndbandið á YouTube.

Á síðasta ári gaf Benni Hemm Hemm út sína 10 plötu, Thank You Satan.

3000 á Spotify

Draumfarir – Betri án þín

Draumfarir senda frá sér nýtt lag í dag. Lagið heitir Betri án þín og kemur út á öllum helstu streymisveitum.

Draumfarir eru þeir Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson en í október á síðasta ári gáfu þeir félagar út lagið Ást við fyrstu Seen ásamt Króla og fyrr á þessu ári kom út lagið Skrifað í skýin.

Betri án þín á Spotify

Bergrós – Love Me Better

Tónlistarkonan Bergrós gefur nýtt lag í dag. Lagið heitir Love me Better. Lagið samdi Bergrós ásamt Stefáni Erni Gunnlaugssyni.

Bergrós hefur síðustu ár vakið athygli fyrir fagra söngrödd ásamt grípandi og persónulegri lagasmíð.

Fyrr á árinu gaf hún út stuttskífuna Bedroom Thoughts. Meðal laga á stuttskífunni eru “I’ll Show You”, “Criminal” og “I Still Love You Tho”, sem öll hafa fengið góða spilun í útvarpi. Einnig hefur “I’ll Show You” sankað að sér rúmum 1.5 milljónum streyma á Spotify til þessa. Tónlistarmyndband við lagið “Criminal” kom út seint á síðasta ári. 

Love Me Better á Spotify