Úthlutun úr Lóu- Nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina: beint í streymi í dag kl. 14:00.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnir úthlutun úr Lóu – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina, mánudaginn 31. maí kl. 14:00. Viðburðurinn er liður í Nýsköpunarviku en alls verður úthlutað tæplega 150 milljónum króna. 

Alls bárust 236 umsóknir um styrki sem er afar lýsandi fyrir fjölbreytt og öflugt nýsköpunarstarf  um allt land en markmiðið með styrkjunum er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra.

Hér má fylgjast með kynningu ráðherra í beinu streymi: 

Skoða á vef Stjórnarráðsins