Norðurland.

Hér eru dæmi um lýðheilsuvísa þar sem tölur fyrir Norðurland eru frábrugðnar tölum fyrir landið í heild.

  • Áhættudrykkja fullorðinna undir landsmeðaltali.
  • Sýklalyfjaávísanir barna < 5 ára fæstar.
  • Liðskiptaaðgerðir á mjöðm flestar.
  • Hlutfall þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman yfir landsmeðaltali.
  • Flestir sem meta líkamlega heilsu slæma.
  • Flestir á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu.

Hvers vegna lýðheilsuvísar?

Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum, heilsueflandi samfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í eigin umdæmi, finna styrkleika og áskoranir og skilja þarfir íbúa þannig að hægt sé að vinna að því að bæta heilsu og líðan.

Svæðisbundinn munur á heilsu.

Munur á heilsu og líðan eftir svæðum er þekktur um allan heim. Til þess að draga úr þessum mun þarf að fylgjast með mælikvörðum sem gefa hann til kynna og miðla upplýsingum til þeirra sem starfa á vettvangi. Hjá Embætti landlæknis er unnið að heilsueflingu á heildrænan hátt í gegnum Heilsueflandi samfélag og Heilsueflandi leik-, grunnog framhaldsskóla þar sem áhersla er lögð á að skapa aðstæður sem stuðla að heilsu og vellíðan allra. Á grundvelli svæðisbundinna lýðheilsuvísa og Heilsueflandi samfélags geta sveitarfélög og heilbrigðisþjónusta unnið saman að því að bæta heilsu og líðan íbúa.

Hér má sækja skýrsluna í heild, sem pdf.

Af vef Embættis landlæknis