Þjónustustefna sveitarfélagsins er sett á grunni 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í júní 2021 var lögfest ákvæði í fyrrnefndum sveitarstjórnarlögum að frumkvæði Byggðastofnunar sem kveður á um að sveitarstjórn skuli móta stefnu sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum. Við gerð og mótun stefnunnar skal sveitarstjórn hafa samráð við íbúa sveitarfélagsins. 

Á 1165. fundi þann 30. október 2025 byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fyrstu drög að Þjónustustefnu Dalvíkurbyggðar í samræmi við sveitarstjórnarlög. Þjónustustefnan er hluti af fjárhagsáætlun. Drögin eru unnin af hverju fagsviði fyrir sig og sett saman í eina heildarstefnu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum að Þjónustustefnu til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leitað verði umsagna íbúa sveitarfélagsins við Þjónustustefnuna á milli umræða með því að auglýsa hana á vefmiðlum sveitarfélagsins og íbúum þannig gefinn kostur á að koma með ábendingar.

Hér liggja því drög að Þjónustustefnu sveitarfélagsins fyrir íbúa sveitarfélagsins til samráðs. Ef íbúar hafa athugasemdir eða ábendingar er hægt að skila þeim til og með 17. Nóvember 2025 nk.

Hér má skila inn athugasemdum eða ábendingum