Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að ráða skrifstofustjóra, Þóri Hákonarson, tímabundið í starf bæjarstjóra til 31. mars nk. eða þar til nýr bæjarstjóri verður ráðinn.
Þórir hefur áður starfað í Ráðhúsi Fjallabyggðar en þá sem skrifstofustjóri Siglufjarðarkaupstaðar á árunum 1997-2006 og er því vel kunnugur umhverfinu og rekstri sveitarfélaga.
Þórir hefur verðið lykilmaður innan íslenskrar knattspyrnuhreyfingar frá því að störfum hans á vettvangi sveitarstjórnarmála lauk. Hann hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra KSÍ ásamt því að vera starfsmaður Íslensks Toppfótbolta.