Á bóndadaginn, föstudaginn 23. janúar var haldið þorrablót Íslendinga sem dveljast á Gran Canaria til lengri eða skemmri tíma á veitingastaðnum Why Not Lago í Maspalomas.
Góð þátttaka var, en um 160 manns komu og blótuðu þorrann saman.
Þorramaturinn kom frá Kjarnafæði og Norðlenska, starfsfólk Why Not Lago sá um aðra eldamennsku og framsetningu.
Fjöldasöngur var yfir borðhaldi, minni karla og kvenna og síðan var dansað eins og enginn væri morgundagurinn.
Guðbjörg Bjarnadóttir rekur veitingahúsið Why Not Lago með miklum myndarbrag og skipulagði hún viðburðinn og sjá um söng á ballinu að borðhaldi loknu. Veislustjóri var Sigþór Gunnarsson frá Þingeyri og honum til aðstoðar var Hrafnhildur Sigurðardóttir. Um tónlist sá Pétur Hreinsson sem þekktur er fyrir að hafa spilað með hljómsveitinni Hafrót.





















