Meðan framkvæmdir standa yfir við Aðalgötu á Siglufirði verður bílaumferð heimiluð í báðar áttir um Lækjargötu milli Aðalgötu og Eyrargötu. Gildir þessi breyting tímabundið og hafa lögrelguyfirvöld verið látið vita.

Ökumenn eru beðnir að fara að með gát og aka varlega og gangandi vegfarendur beðnir um að gæta að umferð úr báðum áttum.

Foreldrar og forráðamenn barna eru beðnir um að segja börnum sínum frá þessari breytingu þar sem umferð barna er nokkur yfir og um Lækjargötu nú þegar hoppubelgur hefur verið opnaður.

Mynd/Fjallabyggð