Í dag rennur út lokafresturinn til að skrá sig á lokahóf Fjarðargöngunnar sem fram fer á laugardaginn 9. febrúar og er öllum opið.

Fjarðargönguhátíðin verður í Tjarnarborg, Ólafsfirði og verður heilmikið um dýrðir. Húsið opnar kl. 19:00 og dagskrá hefst kl. 19:30. Í boði verður matur, skemmtiatriði, hópsöngur og ball með hljómsveitinni Aprés Ski.

Skemmtunin verður opin fyrir alla og miðaverð er kr. 6.900 á mann, ef einungis er komið á ballið kostar það kr. 2.ooo á mann.

Skráningarfrestur á skemmtunina rennur út í dag 7. febrúar , skráning er hjá Leu í síma 783 4310 eða lea@northexperience.is.

 

.