Undanfarnar vikur hafa staðið yfir framkvæmdir í Skarðsdal við Siglufjörð. Verið er að framlengja veginn upp að Siglufjarðarskarði um 1.200 metra. Það er verktakinn Árni Helgason sem vinnur verkið. Starfsmenn hafa verið 4 – 5.

Upphaflega stóð til að klára þetta verk í haust, en vegna mikilla rigninga hefur verkið tafist verulega. Annað vandamál er að ekki finnst efni í veginn þar sem gert var ráð fyrir að það væri að finna.

“Mikil drulla en ekkert efni þar sem það átti að vera” segja starfsmenn, ekkert hægt að gera þegar rignir mikið.

 

.

 

Vegurinn klárast því væntanlega ekki í haust, eins og til stóð.

Það verður leitað á svæðinu að efni áður en farið verður að keyra það annars staðar frá.

Þetta þýðir að kostnaður við verkið verður miklu meiri en áætlað var og vegurinn verður ekki tilbúinn á þeim tíma sem lagt var upp með.

 

.

 

 

.

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir