Nú á dögunum fóru fram tónleikar í Alþýðuhúsinu á Siglufirði þar sem tveir ólíkir tónlistarheimar mættust. Þar komu fram Þorsteinn Kári og Áki Frostason og buðu upp á fjölbreytta tónlist í notalegu umhverfi.
Stemningin í salnum var góð og greinilegt að gestir nutu þess að hlýða á ólíka stíla sem fóru vel saman. Hvor tónlistarmaður setti sinn svip á kvöldið og skapaði skemmtilega heild.
Meðfylgjandi eru myndir og myndbandsbrot sem gefa góða mynd af stemningunni í Alþýðuhúsinu þetta kvöld.
Tengt efni og frekari upplýsingar um tónleikana.:
Meðfylgjandi myndir og myndbönd eru úr einkasafni Áka Frostasonar. Myndband með dönsurum, Rena Rasouli, er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.




