Tvíburarnir Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir verða með síðasta þáttinn sinn á FM Trölla á árinu í dag kl. 17:00.
Þar ætla þeir að fjalla um country tónlistarmanninn Luke Combs og spila nokkur lög í beinni.
Luke Combs er aðeins 28 ára að aldri og hefur nú þegar átt nokkur topp lög á lista Country Airplay
Það er um að gera að hlusta á FM Trölla í dag á þá bræður sem eru einstaklega geðþekkir og skemmtilegir á að hlýða.

Þorvaldssynir. Mynd/Kristín Sigurjónsdóttir