Þrír félagar opna samsýningu í Söluturninum við Aðalgötu í dag, föstudaginn 9. júlí.

Það eru þeir Jón Sigurpálsson á Ísafirði, Pétur Kristjánsson á Seyðisfirði og Örlygur Kristfinnsson Siglufirði.

Um er að ræða röð myndlistarsýninga sem byrjaði í Edinborgarhúsinu á Ísafirði sumarið 2020, nú hér á Siglufirði 2021 og að ári á Seyðisfirði.

Allir eru þeir félagarnir fyrrverandi safnstjórar, hver á sínu minjasafni, þeir hættu störfum um svipað leyti og vinna nú að myndlist sinni eins og menntun þeirra og reynsla stendur til.

Sýningin verður opin frá 9. til 25. júlí.


Ljósm. GR