Líkt og undanfarin ár taka íþróttafélög í Fjallabyggð þátt í verkefninu Frístund, sem er strax að loknum skóladegi yngstu barnanna í Grunnskóla Fjallabyggðar.
Að þessu sinni bjóða þrjú íþróttafélög upp á æfingar þennan klukkutíma sem Frístundin er. Það eru Blakfélag Fjallabyggðar, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar.
Önnur félög höfðu ekki tök á að vera með æfingar á þessum tíma þetta haustið, þegar mest var tóku fimm félög þátt.
Mynd og heimild/ Frétta- og fræðslusíða UÍF