þungfært er orðið á Siglufjarðarvegi í Almenningum. Veður versnar svo enn á norðanverðu landinu með deginum en þar taka viðvaranir gildi klukkan þrjú.

Gular veðurviðvaranir tóku gildi á Suðausturlandi og Austurlandi fyrir klukkan átta í morgun vegna norðaustan og norðan hríðar með snjókomu og skafrenningi.

Versta veðrinu er spáð á Suðausturlandi eftir klukkan fjögur í dag en þá er varað við norðan hvassviðri eða stormi. Fram að því er viðvörunin þar vegna hríðar likt og á Austurlandi, Norðurlandi eystra og vestra og Ströndum.

Viðvaranirnar falla úr gildi klukkan tvö í nótt á norðanverðu landinu en fyrir austan og suðaustan á veðrinu ekki að slota fyrr en á sunnudagsmorgun eða í hádeginu á sunnudag.

Hægt að fylgjast með færð á umferdin.is og veðri á vef veðurstofunnar.

Mynd/Veðurstofa Íslands