Í gær, laugardaginn 29. janúar var yndislegt vetrarveður á Siglufirði. Hitastigið var -3° til -5°, logn og langþráð sólin lét sjá sig eftir um 70 daga fjarveru.
Útivistarfólk notaði daginn til útiveru, skíðafólk mætti í Skarðsdal og gönguskíðanámskeið í Hólsdal þar sem vel var mætt.
Hrólfur Baldursson tók þessar fallegu vetrarmyndir og eiga orð hans sjálfs vel við “Til hamingju með sólina, skíðin og allt hitt”.
Myndir/Hrólfur Baldursson