STEF og ÚTÓN halda sameiginlegan fund með norðlensku tónlistarfólki í Tónlistarskólanum á Akureyri föstudaginn 1. mars k. 17:00 – 18:15
Umræðuefni fundarins verður hvað þarftu að hafa til að verða útflutningshæfur? Hvernig getur ÚTÓN aðstoðað?
Hvernig getur STEF hjálpað þér að hámarka tekjur þínar sem tónhöfundur? Hvernig er greiðsluflæðið frá tónlistarveitum á netinu og hvernig er hægt að auka það?
Fundurinn fer fram í Dynheimum á annarri hæð í Hofi. Aðgangur er ókeypis. Gott væri að skrá sig á viðburðinn á facebook