Mikill erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra um helgina í verkefnum tengdum umferð. Mikil umferð var um umdæmið og færð líkt og á sumardegi.

Alls voru 125 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina. Þeir sem hraðast óku mældust á 157, 142, og 143 km/klst., voru það allt erlendir ferðamenn. Ein afskipti leiddu af sér handtöku vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 en í hann má hingja nafnlaust og koma á framfæri upplýsingum vegna fíkniefna.

Eins og fram kemur í myndskeiðinu hér að neðan, sem er frá N4, hefur verið bætt við mannafla lögreglunnar á Norðurlandi vestra, til að auka sýnileika lögreglunnar í umferðinni og sporna þannig enn frekar við hraðakstri og fækka þannig slysum á þjóðveginum. Mikill árangur hefur náðst í fækkun umferðaróhappa í umdæminu.

 

Heimild og myndir: facebooksíða Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.