Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Fjallabyggðar fyrir árið 2022 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 15. desember 2021.

Helstu niðurstöðutölur eru eftirfarandi:

  • Rekstrarafkoma samstæðu er áætluð jákvæð um 48 millj.kr.
  • Rekstrarafkoma samstæðu, fyrir afskriftir og fjármagnsliði, er áætluð jákvæð um 264,3 millj.kr.
  • Útsvars- og álagningarprósenta fasteignagjalda er óbreytt á milli ára. 
  • Skatttekjur eru áætlaðar 1.542 millj.kr.
  • Heildartekjur eru áætlaðar 3.432 millj.kr.
  • Rekstrargjöld, utan afskrifta og fjármagnsliða, eru áætluð 3.167 millj.kr.
  • Heildareignir sveitarfélagsins eru áætlaðar 6.122 millj.kr. 
    • Eigið fé er 3.985 millj.kr., eiginfjárhlutfall er 65%.
  • Skuldir og skuldbindingar hækka um 43 millj.kr. og eru áætlaðar 2.138 millj.kr. 
    • Skuldaviðmið bæjarsjóðs er áætlað 32,5% fyrir 2022.
    • Vaxtaberandi skuldir eru 300 millj.kr., en voru 326 millj.kr. árið 2021. 
  • Veltufé frá rekstri er áætlað 372 millj.kr., sem er 10,8% af rekstrartekjum.
  • Áætlun gerir ekki ráð fyrir því að þörf verði á töku nýrra langtímalána.
  • Framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir að fjárfesting komandi árs nemi alls 617 millj.kr.

Þar ber hæst:

  • Íþróttamiðstöðin á Siglufirði – viðbygging, bætt aðgengi fyrir fatlaða og nýir búningsklefar 
  • Nýtt húsnæði fyrir félagsmiðstöðuna NEON
  • Íþróttamiðstöð Ólafsfirði, endurnýjun búningsaðstöðu 
  • Nýtt aðstöðuhús á tjaldsvæðið í Ólafsfirði 
  • Umhverfisúrbætur á svæði vestan Óskarsbryggju á Siglufirði
  • Bætt umferðaröryggi og ásýnd Aðalgötu í Ólafsfirði
  • Gatnagerð og malbikun nýrra gatna á Siglufirði og í Ólafsfirði
  • Áframhald úrbóta á frárennsliskerfi beggja byggðarkjarna
  • Áframhald endurnýjunar götulýsingar, LED-væðing
  • Endurnýjun gangstétta og gerð nýrra göngustíga

Spurningum svarar:
Elías Pétursson, bæjarstjóri
elias@fjallabyggd, 892 0989