Tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Þormóðseyri – athafnasvæði á Siglufirði
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 28. nóvember 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis á Þormóðseyri á Siglufirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin nær til lóðarinnar Vetrarbrautar 8-10 þar sem fyrirhuguð er viðbygging sem m.a. kemur til með að hýsa baðstofu á þakhæð hússins. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreitsins til austurs og vesturs auk þess sem nýtingarhlutfall lóðar hækkar.
Nánari upplýsingar eru á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir slóðinni: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1460
Tillaga að nýju deiliskipulagi liggur frammi á upplýsingatöflu á 3.hæð Ráðhúss Fjallabyggðar við Gránugötu 24 á Siglufirði og á nýjum vef Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is.
Frestur til að skila inn athugasemdum er frá 6. febrúar til og með 20. mars 2024. Eingöngu er tekið við athugasemdum og ábendingum á rafrænan hátt í gegnum skipulagsgátt, bein slóð inn á málið er: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1460
Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum hjá skipulagsfulltrúa í gegnum netfangið taeknideild@fjallabyggd.is.
Pálmi Blængsson, verkefnastjóri tæknideildar.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Þormóðseyri