Á dögunum var tilkynnt að Síldarminjasafnið væri meðal tíu áningarstaða eða visitor attractions í Evrópu sem tilnefnd eru til Arival TourReview verðlaunanna í flokki lítilla ferðamannastaða.

Til gamans má geta að tilnefningar í flokki stórra ferðamannastaða eru Louvre-safnið í París, Colosseum í Róm, Vasa safnið í Stokkhólmi og La Sagrada Familia í Barcelona.Arival TourReview verðlaunin eru ólík flestum öðrum þar sem þau eru ekki háð dómnefnd – heldur má segja að þau séu bæði óhlutdræg og óháð því þau eru eingöngu gagnadrifin – og byggð á jákvæðri endurgjöf og umsögnum ferðafólks af heimsóknum sínum á ólíka áningarstaði í Evrópu.

Þannig er verðlaununum ætlað að varpa sviðsljósinu á þá staði sem eru stöðugt að heilla viðskiptavini sína.

Við erum auðvitað hæstánægð með tilnefninguna, í annað sinn, og hlökkum mikið til að fá fregnir af úthlutun verðlaunanna, sem fram fer í Valencia í apríl segir á vefsíðu Síldarminjasafnsins.