Á 136. fundi fræðslu- og frístundanefndar, fór stjórnendateymi Leikskóla Fjallabyggðar yfir hvernig til hefur tekist með stjórnun leikskólans, en tilraunaverkefni var sett á laggirnar til eins árs þar sem skólastjóri hefur þrjá deildarstjóra með sér í stjórnunarteymi. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að tilraunaverkefnið verði framlengt og sama stjórnunarteymi stýri leikskólanum á næsta skólaári.
Bæjarráð Fjallabyggðar lýsti yfir ánægju með að fyrirkomulagið hafi gefist vel og að ánægja sé með fyrirkomulagið, bæjarráð samþykki að halda óbreyttu fyrirkomulagi út árið 2024.