Andans truntur fara í loftið stundvíslega klukkan 18 í dag.
Er þetta næstsíðasti þátturinn og því næstsíðustu forvöð að hlusta krakkar mínir.
Ef við truntur þekkjum okkur rétt, þá fer þessi þáttur að mestu leyti í það að tala um það hvað við ætlum að tala um í lokaþættinum. Síðasta eiginlega örlagið verður auðvitað á sínum stað, Mundi fékk það verkefni að semja texta sem einungis væru fyrirsagnir, og skyldi hann meika öngvan sens. Hann vill meina að það hafi honum tekist.
Munið að vera stillt í kvöld!

Á síðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is