Upptökur á plötunni Tilvistarangist Fyrir Byrjendur hófust haustið 2016 og var hún tekin upp að mestu 2016 – 2017. Lagasmíðarnar eru frá löngu tímabili og má ætla að elsta hafið verið skrifað í kringum 2008 en það yngsta árið 2016.
Tónlistin er einhvers konar Jazz-Fönk með smá þjóðfélagsádeilu inn á milli (það er aðallega lag nr. 2 “Skuldafjölskyldan”), en platan er í heildina framsæknari og ævintýralegri en fyrra plata sveitarinnar, Þröskuldur Góðra Vona. Hún hefur marga áhrifavalda eins og Miles Davis og Frank Zappa en einnig nokkuð af klassískum áhrifum eins og frá Stravinsky, Messiaen og Scriabin.
Hún inniheldur 9 lagasmíðar eftir Daníel Sigurðsson og eitt tökulag eftir norska raftónlistarmanninn Todd Tejre. Gert var eitt myndband með upptökunum.
Hljóðfæraleikarar eru:
 Daníel Þ. Sigurðsson – Trompet, söngur, píanó
 Björgvin Ragnar Hjálmarsson – Tenór Saxófónn
 Helgi R. Heiðarsson – Tenór Saxófónn
 Jón Arnar Einarsson – Básúna
 Kolbeinn Tumi Haraldsson – Píanó, Hljómborð
 Jóhann Guðmundsson – Gítar
 Andri Guðmundsson – Bassi
 Óskar Kjartansson – Trommur
 Höskuldur Eiríksson – Trommur
Báðar plöturnar eru fáanlegar í Lucky Records á Rauðarárstíg og 12 tónum, Skólavörðustíg og þær eru líka á Spotify.
 
						 
							

 
			 
			 
			 
			