Þátturinn Tíu Dropar verður á dagskrá FM Trölla í dag kl 13.00 – 15.00

Það eru „Tröllahjónin“ Kristín Sigurjóns og Gunnar Smári sem stjórna þættinum.

Í þættinum verður gefin glæsileg gjöf frá listakonunni Aðalheiði Sigríði Eysteinsdóttur sem heppinn hlustandi getur fengið með því að hringja inn í þáttinn á réttum tíma.

 

Litla búðin í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Segðu á og rekur Alþýðuhúsið

Listakonan Aðalheiður Sigríður Eysteinsdóttir rekur Alþýðuhúsið á Siglufirði sem er vinnustofa og heimili Aðalheiðar með menningarlegu ívafi.
Nú er hægt að kaupa ýmislegt til jólagjafa í litlu búðinni í Alþýðuhúsinu og sendir Aðalheiður um land allt.
Þegar líður á mánuðinn eykst úrvalið og ýmislegt nýtt lítur dagsins ljós.

Opið verður daglega í anddyri Alþýðuhússins frá kl. 14.00 – 17.00.  Sjá facebooksíðu Alþýðuhússins: Hér

Fylgist með þættinum Tíu Dropar á FM Trölla í dag kl. 13. FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim á vefnum trolli.is


Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta

 

Kristín og Gunnar Smári

 

Tröllahjónin